Forsíðugrein, Viðtal

Sjöundi Tíundi dagur hungurverkfalls

(English below)

Hælisleitandi frá Balkanskaga, 24 ára blaðamaður, er í hungurverkfalli á Gistiheimilinu Fit þar sem hann og kona hans hafa verið hýst í níu mánuði, á meðan þau bíða þess að mál þeirra verði tekið til afgreiðslu. Þau hjónin hafa í millitíðinni fengið tímabundið dvalarleyfi, og var sagt að leita að vinnu til að fá atvinnuleyfi. Maðurinn fann starf við fiskvinnslu, en er samt neitað um atvinnuleyfið, að sögn vegna efnahagsástandsins.

fit500-2

Herbergi í gistiheimilinu Fit. — A room at Fit Hostel.

Maðurinn flúði land sitt vegna ítrekaðra morðhótana, eftir skrif um spillingu í heimalandi sínu. Þeim hjónunum er nú ekki gefinn neinn kostur annar en að dvelja á gistiheimilinu í Njarðvík, á meðan þau bíða þess að geta haldið áfram lífi sínu. Hann segir að hælisleitendur verði fyrir kerfisbundinni, grófri misbeitingu – sé haldið milli vonar og átta árum saman, til að vera síðan einfaldlega send til baka. Nú bíði 25 manns hælis á landinu – það geti ekki með réttu tekið mánuði eða mörg ár að vinna úr umsóknunum. Hér fer viðtal við manninn.

Þú fannst starf, og ert með tímabundið dvalarleyfi, en færð nú ekki atvinnuleyfi, er það rétt skilið? Var þér sagt hreint út að það væri vegna efnahagsástandsins?

„Já, við fundum starf, meira að segja starf sem Íslendingar vilja ekki vinna við, í frystihúsi. Rauði krossinn, Félagsmálastofnun, Útlendingastofnun, þau sögðu okkur öll að finna starf og fá þá atvinnuleyfi. Við fundum starf en þau vilja ekki veita okkur atvinnuleyfi. Við erum alltaf beitt svona brögðum.

Í öðru lagi gefa þau ekki upp ástæðu fyrir því að okkur er neitað um atvinnuleyfi. Þau segja aðeins í fáum orðum að margir Íslendingar og evrópskri ríkisborgarar fái ekki vinnu um þessar mundir. Er það okkur að kenna að Íslendingar vilja ekki starfa í frystihúsi? Þetta er ekki heldur starf á okkar sviði – við lukum við háskólanám en þáðum vinnu þarna bara til að komast út af gistiheimilinu Fit.

Ef hér er efnhagskreppa, er þá mestur sparnaður fyrir íslenskar stofnanir í því að geyma okkur á gistiheimilinu Fit og borga alla þjónustu fyrir okkur? Ég held að ef hér er raunveruleg kreppa ætti að leyfa okkur að vinna, því samkvæmt reglum höfum við rétt á að vinna. Við höfum ekki brotið nein lög eða reglur.“

Reglurnar sem maðurinn vísar til gætu verið 17. grein samnings SÞ um réttarstöðu flóttamanna, sem Ísland viðurkennir: „Aðildarríkin skulu veita flóttamönnum, sem löglega dvelja í löndum þeirra, beztu aðstöðu sem þau veita þegnum annars ríkis við sömu aðstæður, að því er varðar réttinn til að stunda launaða atvinnu.“ Raunar er gengið enn lengra í þessari alþjóðasamþykkt, því í 19. grein er kveðið á um viðurkenningu á menntun og ríkisvald skuldbundið til að finna flóttamönnum starf við hæfi menntunarstigs þeirra: „Sérhvert aðildarríki skal veita flóttamönnum, sem löglega dvelja í landi þess, hafa prófskírteini viðurkennd af þar til bærum stjórnvöldum þess ríkis og vilja stunda störf, er menntun þarf til, eins góða aðstöðu og mögulegt er, og aldrei óhagstæðari en veitt er útlendingum almennt við sömu aðstæður.“ Þessi félagslegu réttindi flóttamanna eru þó hugsanlega meðal þeirra sem yfirvöld geta sniðgengið með því að viðurkenna ekki stöðu þeirra sem flóttamanna, heldur halda þeim innan marka hinnar óljósari réttarstöðu „hælisleitanda“. Ísland hefur aðeins einu sinni, á síðustu tíu árum, orðið við umsókn hælisleitanda um hæli, svo að hann verði hér „fullgildur flóttamaður“.

Hvaða kosti hefurðu í stöðunni? Gætir þú flogið aftur til heimalands þíns á morgun? Hvað bíður þín þar? Ef þú dvelur hér, býðst þér þá bara að búa á Fit og þiggja matargjafir frá Rauða krossinum?

„Þetta er ástæðan fyrir því að þau (íslensk yfirvöld) fíflast með okkur. Því þau vita að mér eða okkur er hætta búin í landi okkar, og þau vita að við getum ekki snúið aftur. Þess vegna er þeim auðvelt að gera það sem þau vilja við okkur. Við eigum ekki margra kosta völ. Hvað sem þau vilja og segja, þá þurfum við að þegja og segja amen.

Þau vita að ég get ekki snúið aftur til landsins míns. Ég hef fært þeim hundruð blaðagreina, sem sanna mál mitt. En það furðulega er að þeim var sama um sannanir mínar. Málið mitt hefur ekki verið opna hérna enn.

Þau halda líka að fólk frá mínu landi sé fúst að deyja til að fá mat. Ég ber virðingu fyrir öllum hælisleitendum, en ég get ekki verið árum saman á gistiheimilinu Fit til að fá mat. Kannski sótti einhver um hæli vegna efnahagsástands, en ekki ég. Þau vita mjög vel hver vandi minn er.“

Þú komst hingað í júní 2008, er það ekki? Geturðu sagt okkur hvernig komið hefur verið fram við þig síðan þú komst hingað. Færðu allar upplýsingar um rétt þinn og stöðu málsins þíns? Færðu læknismeðferð eftir þörfum og hefurðu aðgang að lögmanni?

„Ég hef nú verið hér í níu og hálfan mánuð. Nei, við fengum ekki neinar almennilegar upplýsingar um rétt okkar. Við fáum bara upplýsingar um sundlaugina, hárgreiðslustofnuna og eitthvað í þá veru. Já, við getum heimsótt lækni. En stundum þurfum við að bíða eftir honum, hvað sem amar að. Til dæmis beið kona mín í meira en mánuð eftir gleraugum, því að konan frá Félagsmálastofnun byrjaði á að segja að í Keflavík væru engir augnlæknar. En síðar skipti hún um skoðun og sagði: jú, hér er læknir, viltu fara?

Við höfum aðgang að lögmanni, en fengum hann aðeins eftir að Útlendingastofnun ákvað í september að senda okkur til baka. Hann starfar fyrir okkur endurgjaldslaust. Við erum mjög þakklát fyrir það.“

Upplifirðu einhvern halla í kerfinu, varðandi kynþátt, menningarlegt eða þjóðlegt bakland? Finnst þér, sem Evrópubúa, Austur-Evrópumanni, manni af Balkanskaga og/eða múslima að komið sé betur eða verr fram við þig vegna fordóma?

„Já, við erum stundum uppnefnd með þessum orðum. Þegar við komum, kom til dæmis kærasta mannsins sem rekur gistiheimilið Fit inn í herbergið okkar og sagði: á morgun farið þið í aðra byggingu, þar sem hinir hælisleitendurnir eru. Ég sagði henni að ég gæti það ekki, því ég væri með eiginkonu minni, og þar væru engar aðrar stúlkur. Hún sagði: þú ert flóttamaður. Ég ræð hér og þú gerir það sem ég segi. Þetta var eins og að skjóta mig með byssu. En ég sagði við hana: Þú ræður, en þú skalt ekki halda að þú getir nokkurn tíma leikið þér að mannréttindum mínum. Þá vissi ég ekki það sem ég veit núna, þegar svona margir hafa leikið sér að mannréttindum okkar.

Ég fæ að heyra ókvæðisorð frá fólki í bænum, og hef líka heyrt frá öðrum hælisleitendum að þeir verði fyrir aðkasti frá mörgu fólki. En allir hælisleitendur hafa hljótt um sig. Ég hef enn ekki heyrt af því að þeir hafi efnt til vandræða hér.“

Segðu okkur í stuttu máli frá daglegu lífi á gistiheimilinu Fit. Hverjir eru möguleikar ykkar á að lifa „venjulegu“ lífi þessa stundina?

„Lífið á gistiheimilinu Fit er hörmulegt. Til að skilja hvernig lífið er hérna held ég að fólk þurfi að prófa það. Yfir níu mánuði í einu herbergi. Sumir dvelja hérna í þrjú ár í einu herbergi. Ég fékk tölvu frá stjórnanda hjá Rauða krossinum, en ég er ekki með sjónvarp því að yfirmaður gistiheimilisins fjarlægði sjónvarpið fyrir nokkrum mánuðum síðan, og útskýrði með því að eitthvað fólk myndi heimsækja gistiheimilið og sæi það sjónvarp á staðnum þyrfti að greiða af því skatt. Það kom mér á óvart.

Í fjögurra metra fjarlægð frá okkar herbergi drap sig maður frá Litháen. Við lögðum ítrekað fram beiðni um að fara af gistiheimilinu Fit eftir að það mál kom upp, en hverjum er ekki sama um okkur? Ég held jafnvel að þó svo hann hefði dáið í herberginu okkar yrðum við ekki færð.

Við sögðum náunganum frá Útlendingastofnun að koma á Fit og gista hér eina nótt bara til að sjá hvernig lífið er hérna. En hann sagði „Nei. Gistiheimilið Fit er ekki fyrir mig. Mér nægir að sjá það af götunni.“ Ímyndaðu þér að fólkið sem starfi við stofnunina láti frá sér slík orð!“

Hver er hin tiltekna krafa sem þú vilt leggja fram með hungurverkfallinu? Hvernig viltu að verði greitt úr máli ykkar?

„Ég er í hungurverkfalli vegna mjög einfaldrar kröfu. Mér var neitað um atvinnuleyfi. Með þeirri ákvörðun var ekki bara brotið á mér, heldur var brotin almenn regla. Í öðru lagi, þá vil ég komast út af gistiheimilinu Fit því að við erum einu hjónin sem búa hér. Þetta er ekki staður fyrir fjölskyldu, og það vita allir. Meira að segja íslenskar stofnanir.

Í dag er laugardagur, sjötti dagur hungurverkfallsins míns. Atli [Atli Viðar Thorstensen] frá Rauða krossinum var í heimsókn hjá mér fyrir stundu. Ég er mjög þreyttur og ég megna ekki að standa í meira en eina eða tvær mínútur, því að fótleggir mínir bera mig ekki lengur. Ég sé að þar til nú var öllum sama um hungurverkfall mitt. Ég veit ekki hvort allir hælisleitendur þurfa að minna yfirvöld á sig með hungurverkfalli. Að fara í hungurverkfall í mánuð og þá segja þau: „Ó, ert þú á Íslandi? Fyrirgefðu, við föttuðum ekki að þú ættir nokkurn rétt“. Ég sé ekki ástæðuna fyrir því að þannig þurfi þetta að vera – en þannig vilja þau hafa það.“

Hver er almenna krafan með aðgerðinni, ef á bakvið hana er nokkur almenn krafa? Ertu á móti því hvernig íslensk yfirvöld koma fram við hælisleitendur almennt?

„Yfirvöld beita okkur misrétti. Þau halda til dæmis hælisleitanda hér í fjögur ár, og reyna að þeim tíma loknum að senda hann til baka – og fleira í þá veru. Eftir þriggja mánaða dvöl brjóta þau alltaf reglur. Hvers vegna skyldu þau ekki senda fólk til baka innan þriggja mánaða, ef það er ætlunin? Það væri reglum samkvæmt, skilst mér.

Hvernig geta þau haldið mér í níu mánuði og sagt: málið þitt hefur enn ekki verið opna hér? Þetta er mjög undarlegt. Hér eru um 25 hælisleitendur. Ímyndaðu þér – þetta er fátt fólk, og við þurfum að bíða árum saman eftir svari. Í öðrum Evrópulöndum fara 25 hælisleitendur í gegnum kerfið á dag.

Ég vona, fyrir hönd hælisleitenda, að yfirvöld geti hugsað án þess að komi til hungurverkfalla.“

fithostel1

Njarðvík. Gistiheimilið Fit er hægra megin á myndinni.

English

You found a job, you have a temporary residence permit, but you do not get a work permit, right? Were you told explicitly this was because of the economic situation?

Yes we found a job, even a job what Icelandic people don’t want to work. In a fish factory. The Red Cross, the Social office, the Emigration office, all of them told us to find a job and then to we should apply for and get a work permit. We found a job, but they didn’t give us the work permit. They always make tricks like this with us.

Secondly, they didn’t give us any reason why they refuse us a work permit. Instead, they just say a few words about how many Icelandic and European citizenship don’t have a job now. Is it our fault that Icelanders don’t like to work in Fish Factories?. This job is not in our profession, either. We finished university, but we accepted to work there just to go out from Fit Hostel.

If the refusal is because of the economic crisis, do the Icelandic institutions need to save money, or is it wiser to keep us in Fit Hostel, and to pay all of our service?. I think that if Iceland really has a crisis, they should let us to work, because that is our right. We have not broken any rules.

What options do you have? Could you fly back to your country tomorrow? What awaits you there? If you stay here, as matters are now, you can only live at Fit and receive donated food from the Red Cross?

This is a reason why they, the Icelandic authorities, play with us. Because they know, me or us, we are danger in our country and they know we cannot back. That’s why is easy for them to do what they want with us. We don’t have much choice. They want that we just to stay silent, and say amen to whatever they say.

They know I cannot go back to my country. I have given them hundreds of articles, that prove my case. But the strange news is, that they don’t care about my proves. They haven’t opened my case here yet.

They also seem to think that in our country we will die for food. I have respect for all asylum seekers, but I cannot stay few years in Fit Hostel just for food. Maybe someone applied for asylum because of his economic situation, but I did not. They know very well what the nature of my problem is.

You came here in June 2008, right? Can you tell us how you have been treated since you came here. Do you receive proper information about your rights, and the situation of your case? Do you receive medical treatment as needed –do you have access to a lawyer?

I have been here now for 9 and a half months. No, we did not get any proper information about our rights. We just received information about the local swimming pool, hairdresser, and things like that. Yes, we can visit the doctor. But sometimes we must wait for an appointment, and then it doesn’t matter if you are sick. For example, my wife waited for over a month to get glasses, because the woman from the Social office first claimed there were no doctors of optometry in Keflavik. But then she change mind and said, well, yes there is a doctor, do you want to go?

We do have access to a lawyer, but we got him just after the Immigration office decided in September [2008] to send us back. He works for us for free. We are grateful for that.

Do you experience a racist/cultural/ethnic bias in the system? Do you think you, as European, East-European, Balkan, and/or muslim are treated better or worse because of prejudices?

Yes, sometimes people called us in like this words. For example, when we came, the girlfriend of the Fit Hostel’s manager, came to our room and said: Tomorrow you will move to the other building, where are other asylum seekers. I told her that I cannot, because I am with my wife and there are not any other girls there. She said: you are a refugee. I am a boss here, and you will do what I say. This was like to shoot me with a gun. But I told her: You are a boss, but don’t forget that you can never play with my human rights. I didn’t know better then. Now many people have played with our human rights.

I get some bad words also from people in the town, and I have heard other asylum seekers’ stories about being offended many times by different people. But all asylum seekers stay silent. Until now, I have not heard they made any trouble here.

Please tell us shortly about daily life at Fit hostel. What are your possibilities of having a ‘normal’ life at the moment?

The life in Fit Hostel is horrible. To understand what life is like here, I think people must live like us. For more than 9 months in one room. Or like some other, who have been around 3 years in one room. I get a computer from the manager of the Red Cross, but we do not have a TV, because the manager of Fit Hostel took it away a few months ago. He explained that some people would come to visit Fit and if they saw the TV here, we need to pay more tax. That sounded strange.

In the bathroom, about four meters away from our room, a men from Lithuania killed himself. We made many requests to leave Fit Hostel after this, but who cares about us? I think that even if he had died in our room, they would not have transferred us.

We told the guy from the Immigration office to come at Fit and to stay for just one night to see how is life here. But he said “No. Fit Hostel is not for me. It is enough for me just to see it from the street”. Imagine the people who work in such institutions to say these words!

What is the particular demand that you want to make with your hunger strike? How do you want your issue to be solved?

I am on hunger strike, for a simple request. They denied me a work permit. With that decision, they did not just violate me, but a general rule. Secondly, I want to get out of Fit Hostel, because we are the only couple who live here. This is no place for a family, everyone knows that. Even Icelandic Institutions.

Today is Saturday, my 6th day of hunger strike. Only Atli from the Red Cross has visited me. I am very tired, and I cannot stay standing for more than 1 or 2 minutes, because my legs have no more power. I see that until now, nobody cares about my hunger strike. I don’t know if all asylum seekers must let know of themselves a with hunger strike. To go on a hunger strike for a month and then they would say, “Oh, are you in Iceland? Sorry, we didn’t know you have a right.” I do not see any reason why this would have to be so. But they want that.

What is the more general demand, if there is a general demand? Do you oppose the way Icelandi authorities treat asylum seekers in general?

We are discriminated by authorities. They keep asylum seekers here, even for four years. After months or years of waiting, they try to send you back. In every case, they break the rules after three months. If they want to send some people back, why not do it within three months? That would be according to rules, I think.

How can they keep me nine months and still say: your case has not yete been opened here? This is very strange. There are around 25 asylum seekers waiting here. You see: we are few and we need to wait for answers for years. In other European countries, 25 asylum seekers’ cases could be processed in a day.

I hope, for other asylum seekers, that authorities will think without the need of a hunger strike.

fit500

 • Mótmæli, sunnudaginn 29. mars, klukkan 15.
  Krafa um að íslensk yfirvöld hætti að senda fólk út í opinn dauðan!

  Hist verður á Lækjartorgi klukkan 15:00 á morgun, sunnudag, til að mótmæla meðferð íslenskra stjórnvalda á hælisleitendum á Íslandi.

  BROTTVÍSUN ER MORÐ!
  ÞÚ GETUR LÍKA HJÁLPAÐ TIL AÐ KOMA Í VEG FYRIR DAUÐADÓM HÆLISLEITENDANNA!

 • Þetta er svo mikið kjaftæði. Sem dveljandi má hann skapa atvinnu en hann má samt ekki hafa atvinnu…

 • Þið sem eruð að berjast í þessu eigið heiður skilin fyrir vikið. Ég hef kynnt mér þessi mál töluvert og það er sorglegt hvernig komið er fram við fólkið sem kemur hingað til okkar og biður um hjálp. Það er notuð lagagrein til að senda það úr landi án afgreiðslu sinna mála. Við eigum að skammast okkar fyrir framkomuna gagnvart flóttafólki. Ég gleymi því ekki þegar ég las einn morguninn að lögregla hefði ráðist inn á gistihemili flóttafólksins gráir fyrir járnum og vopnair M-16 rifflum. Mér er spurn, hvað ætluðu lögreglumennirnir eiginlega að gera við þesa hríðskotabyssur? Var einhver þörf á svona hörkulegum aðgerðum? Hvernig heldur fólk að flóttafólkinu hafi liðið þegar hurðir þess voru brotnar niður og inn komu lögreglumenn öskrandi skipanir um að fólkið leggðist á gólfið? Þetta fólk sem einmitt kemur frá löndum þar sem svona getur þýtt dauða. Fólkið hefur verið að deyja úr hræðslu. Og svo er það aðbúnaðurinn, en það kemur vel fram hérna hvernig hann er. Þetta er til skammar fyrir okkur.

 • Hann býr nú ekki dónalega þessi hælisleitandi.
  Hvaðan kemur hann þessi vinur ?
  Er hann eins og aðrið búinn að tapa passanum sínum á hlaupum undan morðhótunum. Hver og einn sem styður þessa hælisleitendur eru LANDÁÐAFÓLK. Ísland á álltaf að koma númer eitt í huga landans, en ekki einhverjir hottentottar úr öðrum heimshluta.

 • Æ, kallaðu mig þá landráðamann. Landráðamaður er bara sá sem svíkur sitt yfirvald – ég hef lítið á móti því.

 • Haha þú ert alveg úti að skíta Jóhanna !!

 • Jóhanna Þórkatla, ég hef lesið athugasemdir þínar við nokkrar greinar eða fréttir um hælisleitendur og er komin á þá skoðun að þú ert ekkert annað en rasisti og þjóðernissinni sem ættir að skamast þín niður í tær!
  NO BORDERS, NO NATIONS – STOP DEPORTATIONS

 • Að taka einn kynstofn og upphefja eða lítilvirða hann, sama á hvorn veginn er, þá er það rasismi. Sama á við um þjóðir og fasisma.
  Allar manneskjur eru jafnar og eiga sama rétt á lífi og frelsi óháð uppruna, litarhafti og tungumáls. Allt annað er rasismi og fasismi. Hitler litli væri stoltur af íslenskum stjórnvöldum undanfarinna ára.

 • Ég kann vel að meta góð comment hér að ofan, er sammála flestu, nema auðvitað henni Jóhönnu Þórkötlu hverrar comment ég rekst á furðu oft á síðum sem tengjast málum sem hún hefur mikla andstygð á. Hmm. Landráðamenn, já er það já. Etv væri sniðugt fyrir fólk að kynna sér þá sáttmála og reglugerðir sem Ísland hefur skrifað undir og vinnur samkvæmt, og þá dæma um hverjir séu landráðamenn. Útlendingastofnun mætti líka endurlesa ýmsar reglugerðir / sáttmála er tengjast flóttamönnum, alltaf gott að endur-glöggva sig á málum þegar fólk er orðið þreytt á vinnu sinni og nennir ekki að fylgja mannréttindasáttmálum – eða haga sér af almennri mannúð – í versta skammdeginu.

 • Jóhanna Þórkatla:LANDÁÐAFÓLK er það land Á fólk eða land ofan á fólki. Þú ert bæði ófær um að skrifa og tala og í þokkabót rasisti og bjáni.
  Ég óska þér bata.
  Einlægt, Slefa.

 • Kæru vinir skráðir hér að ofan. Vissulega vantaði hjá mér staf í orðið landráðafólk.
  Það kom dálítið neyðarleg út hjá mér því að ég vil ekki hvetja þetta fólk til dáða. Ég viðurkenni allar þjóðir og allavegana litt fólk. Svo lengi sem það heldur sig heima hjá sér, og ég þarf ekki að sjá því farboða með einhverjum styrkjum…… Þetta fólk á að vera heima hjá sér…. Það getur verið að ég sé bæði rasisti og bjáni eins og Slefa segir….. Margur heldur mig, sig.

 • „Ég viðurkenni allar þjóðir og allavegana litt fólk. Svo lengi sem það heldur sig heima hjá sér“

  Bjóst þú ekki í Svíþjóð? Já, drullaðu þér heim til Íslands! Innflytjandapakk!

 • Einar Axel, er ég ekki hér??

 • Punkturinn er sá, Jóhanna, að nema þú viljir að farið með þig sem pakk, hvar sem þú kýst að vera eða búa, þá skaltu láta við annað fólk eins og manneskjur. Jörðin er allra og þó við höfum orðið fyrir því að fæðast á þessu landi, þá þýðir það ekki að við gætum ekki viljað vera annars staðar.

 • Jóhanna: Ég sé ekki betur en þessi maður sem er í hungurverkfalli vilji einmitt fá að vinna svo hann ÞURFI ekki að lifa á styrkjum, svo þú þurfir ekki að sjá honum farboða.

  Annars er það fallegt af þér að “viðurkenna allar þjóðir og allaveganna litt fólk”. En hvað þú ert góðlynd. Takk fyrir að viðurkenna að til sé annað fólk.

  En hverjir eru annars “þetta fólk”??

  p.s. vonandi lendir þú einhvern tíma í mikilli neyð og þarft að flýja land og stóla á góðvild fólks eins og þín hvar sem þú bankar á dyr. Kannski lærirðu af því.

 • Hvernig er það má ég ekki hafa mína skoðun, svona rétt eins og þið ykkar? þið segið mig vera með þjóðernisrembing og rasisma. Ef það er ykkar skoðun, þá megið þið hafa hana fyrir mér. það káfar ekkert upp á mig. Þessvegna hlýt ég að mega láta skoðun mína í ljós á ykkur, frá mínum bæjardyrum séð. Mér finnst þið frámunalega barnaleg að færa ykkur alltof mikið í fang. Málið er að ég þekki sögu þessa fólks að miklu leyti, og veit hvernig kaupin gerast á eyrinni. Það vitið þið ekkert um. Ef fjölda fólks er hleypt inn í landið árlega, þá segi ég bara guð hjálpi Íslandi, en ekki þeim fávitakommunistum sem vilja leiða þetta fólk inn í landið.

 • “Málið er að ég þekki sögu þessa fólks að miklu leyti, og veit hvernig kaupin gerast á eyrinni. Það vitið þið ekkert um.” –> Amuse me! Endilega fræddu mig.

 • Erna, Hvað þýðir: Amuse me!
  Ég skrifa og tala íslendsku. Er þetta eitthvert mál frá hælisleitendum?

 • Jóhanna, þú vilt ef til vill varast að flagga fávisku þinni. Flettu í orðabók ef þú skilur ekki einfalda frasa úr öðrum tungumálum.

  Hvítir menn hefðu ef til vill betur sjálfir haldið sig heima, fyrst þér er svo mikið í mun að fólk geri það. Upprunaleg heimkynni hvítra manna liggja til dæmis fyrst og fremst á því afmarkaða svæði sem nefnist Evrópa. Hins vegar hafa þeir lagt í ferðir hingað og þangað og lagt gjörsamlega undir sig heimkynni amerískra indíána og frumbyggja eyjaálfu. Víðar hafa þeir komið upp nýlendum og með yfirgangi sínum raskað lifnaðarháttum fólks í stærstum hluta afríku og asíu.

  Ef allir hvítir menn ættu að hypja sig aftur heim mundu vandamálin fyrst byrja. Evrópa gæti aldrei tekið á móti nær öllum íbúum Ameríku og Ástralíu. Það er einfaldlega of seint að ætlast til þess að nokkur haldi sig heima. Með nýlendustefnunni hafa Evrópumenn gert sig á óafturkræfan hátt ábyrga fyrir ástandi alls heimsins. Ef þú vilt svo meina að Íslendingar hafi engan þátt tekið í nýlendustefnu Evrópumanna, þá er það líka rangt. Íslendingar hófu virka þátttöku í henni þegar þeir gengu Í Nato, sem er fyrst og fremst hernaðarlegt hagsmunasamband fyrir hinn vestræna heim.

 • Jóhanna Þórkatla: Þú talar kannski íslensku en þú skrifar hana ekki. Satfsetningarvillur, málfræðivillur og vitlaus orðanotkun einkennir allan þann texta sem þú hefur sett frá þér, bæði hér og á smugunni. Þú getur ekki einu sinni skrifað orðið íslensku rétt.
  Einnig hefur enginn haldið því fram að þú sért rasismi, þú hefur verið kölluð rasisti og sýnir einkenni rasisma. Ég held að enginn telji að eigna megi þér rasisma í heild sinni.
  Ísland var eyja þar sem enginn bjó. Allir sem búa hér eru innflytjendur eða afkomendur innflytjenda.

 • Kitty mín kæra ! !
  Hvernig er það?
  Ert þú sett í það að leiðrétta stafsetningarvillur á bloggsíðum. Ég tek mér skáldaleyfi á íslenskunni og málfræðinni eftir mínu höfði ekkert síður en H.K.L.
  Svo hafðu engar áhyggjur af minni réttritun. hún er langt fyrir ofan þinn skilning og visku.
  Kæri Einar Axel ! !
  Ég þarf ekki að nota útlenska “frasa” eins og þú kallar það Íslenskan mín hefur dugað fram að þessu.
  Þótt vinkonur þínar segi að ég geti hvorki skrifað eða lesið rétt, þá veit ég að ég hef íslenskan orðaforða á við ykkur öll. Í guðs friði börnin mín. Og passið ykkur á útlendingunum.

 • Kitty ! !
  Kíktu yfir orðið “stafsetningarvillur” í ofanverðu Comment hjá þér. Kveðja frá þeirri sem veit betur.

 • Ég hef aldrei haldið því fram að íslenskan mín sé fullkomin, tók reyndar eftir þessari villu um leið og ég var búin að senda kommentið inn. Enskan er mér tamari enda er hún mitt fyrsta mál.
  Ég tek bara lítið mark á einstaklingi sem getur ekki sent frá sér texta sem nokkuð samhengi er í og inniheldur villur sem sýna takmarkaðan skilning á íslenskri tungu.

 • Ég sagði ekki að þú þyrftir að nota útlenska frasa, Jóhanna – en ég held það teljist fólki til framdráttar að geta skilið suma þeirra algengari. Svo segir mér reyndar hugur að þú hafir einhverja hugmynd um merkingu þessa tiltekna orðasambands, svo ég hlýt að draga þá ályktun að þú viljir bara snúa út úr. Ég hefði áhuga á að heyra svar þitt við spurningu Ernu Geirs.

  Annars hlýturðu að sjá hversu bíræfið það er að hæða aðra fyrir slæma málnotkun, þegar þú getur sjálf ekki skrifað texta án stafsetningar- og málfarsvillna. Ég spyr, svipað og þú spurðir Kitty: Ert þú sett í að setja út á slettur á internetinu? Annars eru bæði orðin kommúnisti og rasisti slettur, sem þú virðist nota hiklaust. Sjáðu nú hvort þú finnir ekki alvöruíslensku í þeirra stað, fyrst þú ert með þetta vesen.

  Til að leggja niður: Mér hundleiðist fólk sem kýs að setja út á málfar og stafsetningu frekar en að taka til greina málefni og rök og ég held að margir séu sama sinnis. Ef þú vilt láta taka þig alvarlega í umræðunni, þá legg ég til að þú horfir frekar á málefnin en að draga hana út í einhverja vitleysu um málfar.

  Þú varpar um þig orðum á borð við landráðamenn, líkt og handsprengjum – eða kannski frekar eins og páfinn varpar bannfæringum. Ef þú telur vernd þjóðríkisins mikilvæga og landráðamenn þá, sem brjóta vilja niður íslenska þjóðríkið, þá held ég að hér beinirðu orðum þínum til mjög margra landráðamanna. Ég segi ekki að allir lesenda Nei. séu andvígir þjóðarhugtakinu en að minnsta kosti er töluverður fjöldi þeirra á þeim meiði. Sparaðu því orðin ef þú hefur ekkert annað hér að segja. Þú gætir allt eins reynt að bannfæra heiðinn mann.

  Þú svaraðir mér á skilaboðakerfi Smugunnar, þegar ég sakaði þig um að vilja endurreisa nasistaflokkinn. Það var á þann hátt að ég gat ekki annað séð en að þér þætti það barasta ágæt hugmynd. Ef þú aðhyllist hugmyndafræði nasista, þá get ég ekkert annað sagt en það, að nasistar, aðgerðir þeirra og fyrirmenn voru viðbjóðsleg. Aðhyllist þú þá hugmyndafræði blygðunarlaust, þá hef ég ekkert við þig að segja sem ég gæti búist við að þú tækir á nokkurn hátt til greina. Ég gæti kannski sagt það, að þeir unnu einhver verstu, viðbjóðslegustu voðaverk sögunnar. Ég gæti sagt það að hugmyndir þeirra um hreinleika kynþáttarins og félagslega afkomustefnu voru ómannlegar (ekki ómannúðlegar, ómannlegar). Ég gæti sagt að það voru einmitt kjánar eins og þú, með óhindraðar kjánahugmyndir um aðskilnað kynþátta og þjóðflokka, sem leyfðu þessi voðaverk og allt ógeðið.

  Ég byggist ekki við því að þú tækir mark á því – en ég gæti óskað þess.

  Ég legg líka til, að þú lesir meginefni þeirra athugasemda, sem þú lést þér nægja að dæma út frá stafsetningu eða smáatriðum. Þar til þú gerir það, þá lít ég svo á að þú vitir í raun hversu heimskulega þú hljómar – og getir því ekki annað en snúið út úr.

 • Merkilegt líka hvað svörin þín Jóhanna Þórkatla eru í litlu röklegu samhengi við athugasemdirnar sem þú virðist vera að reyna að svara… Auk þess ertu í bullandi mótsögn við sjálfa þig rétt eins og Einar Axel bendir á þegar þú hefur ætlast til þess, stóran hluta lífs þíns, að þjóðir annarra landa bjóði þig velkomna og sýni þér virðingu sem innflytjanda í landi þeirra. Burt séð frá því hvar í heiminum þú býrð í augnablikinu.

  Eftir að hafa lesið athugasemdir frá þér hér og á Smugunni get ég ekki annað en verið sammála Vilhelm hér að ofan, því þér virðist ekki viðbjargandi eins sjálfhverf og þú ert, en mögulega gæti raunveruleg neyð opnað á þér augun.

 • Vá. Ég held að Jóhanna sé bara æsa upp liði hérna. Henni tekst það bara mjög vel.Þetta er komið út rugl!!

 • Þeir sem hér skrifa og telja að það sé óviðunandi ástand fyrir hælisleitendur hér á landi. Finnst ykkur það ekki á skjön við ykkar markmið að halda þessu fólki hér á landi í slæmum aðbúnaði, þar sem engum er veitt hæli og stjórnsýslan er ómannleg. Af hverju ekki að leyfa þeim að fara til annarra Evrópuríkja þar sem fleirum er veitt hæli ?

 • Athugaðu það, Markús, að í þessu tilfelli, (líkt og til dæmis með Paul Ramses, sem átti að senda til Ítalíu á liðnu ári) átti ekki að senda hælisleitendur til annarra Evrópuríkja þar sem fleirum er veitt hæli – heldur til lands sem mannréttindasamtök vara opinberlega við sem ríki sem veitir hælisleitendum slæma meðferð, það er í þessu tilfelli til Grikklands.

  Það sem þú leggur til, jafnvel þótt um ræddi sanngjarnt ríki sem senda ætti flóttamennina aftur til, er ekkert nema afneitun Íslendinga á því að þeir beri ábyrgð í heiminum. Það er auðvitað sama heilkennið og leyfir okkur að vera í Nato – en þykjast samt geta kallað okkur friðsama og hlutlausa þjóð.

 • Axel þú verður að kynna þér málin betur því Paul Ramses kom ekki aftur til Íslands út af athugasemdum við afgreiðslu Ítalíu við hælisleitendur. Það voru fjölskyldutengsl Ramses á Íslandi sem var ástæða þess að dómsm.ráðuneytið úrskurðaði á þann hátt. Öll önnur ríki í Evrópusamstarfinu, þ.á.m. Norðurlöndin senda öll hælisumsleitendur til þessara ríkja. Mannréttindardómstóll Evrópu hefur úrskurðað að ekkert sé athugavert við að senda fólk til Grikklands. En Ísland veit betur en allir aðrir og þvi skulum við halda þessu fólki hér og líka kvörtum yfir meðferðinni á þeim hér á landi.

 • http://www.hrw.org/en/news/2008/11/25/greece-iraqi-asylum-seekers-denied-protection

  http://www.amnesty.org.au/news/comments/9711/

  http://www.spiegel.de/international/europe/0,1518,514149,00.html

  Þetta eru allt greinar frá virtum, alvöru alþjóðlegum stofnunum og einu virtasta fréttaskýringatímariti heims sem segja frá því hversu Grikkland hefur tekið illa móti hælisleitendum.

  http://www.unhcr.org/cgi-bin/texis/vtx/refworld/rwmain?docid=4805bde42

  Hér að ofan er auk þess formleg ályktun frá flóttamannastofnun Sameinuðu Þjóðanna, þar sem segir meðal annars þetta:

  „In view of EU Member States’ obligation to ensure access to fair and effective
  asylum procedures, including in cases subject to the Dublin Regulation, UNHCR
  advises Governments to refrain from returning asylum-seekers to Greece under the Dublin Regulation until further notice.“

  Það verður ekki mikið skýrara en þetta.

  Varðandi Paul Ramses, þá veit ég ekki hvað þú meinar. Ég sagði ekkert um það, hvers vegna hann var ekki sendur á brott (formlega) heldur hvers vegna krafan var uppi, að hann yrði hér.

  Ranglæti granna okkar réttlætir ekki okkar ranglæti. Það þýðir ekkert að benda á hvað aðrar þjóðir gera og segjast vilja gera eins, þegar staðreyndirnar liggja fyrir.

 • Ef Íslendingar slaka á innflytjendalögjöfinni og hleypta inn í landið svokölluðum flóttamönnum, mun það fljótlega spyrjast út og flóðbylgja slíkra mun skella á landinu.

  Þetta er staðreynd og ástæðan fyrir því að í öllum vestrænum löndum er afar hörð innflytjendalöggjöf.

 • Vinsamlegast hlífið okkur skattgreiðendum við þessari vitleysu. Fylgið lögum og sendið hælisleitendur beint til baka til upprunalandsins.

 • Skattgreiðendur eiga ekki meiri rétt á að drepa fólk en aðrir.

 • Hættið að bulla þetta með að Ísland sé að drepa fólk og senda þau í opinn dauðann. Hvaða upplýsingar hefur þú um að einhver hafi verið sendur frá Íslandi til lands þar sem hann hefur verið drepinn. Ég efast um að þið hafið kynnt ykkur þetta nema að apa upp eftir hvort öðru hverja vitleysuna á fætur annarri. Það er svo þreytandi að sjá alltaf sömu rökin þar sem ekkert er rökstudd með staðreyndum en einungis vitnað í aðra vitleysinga hérlendis og erlendis.

 • hi every one how are you ?????

  i see fit hostel wow that relay great gob, thx for every one who do that ,,,, and i gonna put some links here about me and The situation in Greece in camp

  (1) here my Interview in Channel .1

  http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4456575/2009/04/08/7/

  (1)_ this is the links about Greece’s camp

  1_ http://www.youtube.com/watch?v=kGmAND6BtLk

  2_ http://www.youtube.com/watch?v=Fb1IFERbVss&NR=1

  3_ http://www.youtube.com/watch?v=iXIqpc4B6GQ&feature=channel

  4_ http://www.youtube.com/watch?v=iXIqpc4B6GQ&feature=channel

  problem in Greece’s

  (3)_And here ….my story

  My name is Nour Al-din Alazzawi, I am 19 years old and I am from Iraq/Baghdad. I left my home-country in 2006, because my father got killed by terrorist, for working as a translator for America in Baghdad greenzone. Because I also worked with the Americans, they threatend my life and tried to kill me. That is why me and my family fled from our country to Syria, where we stayed around 2 years. Me, my sister and my brother decided to go to our older brother in Belgium. We had to go through Greece, where we were finger-printed, put managed to go to Belgium. From there we were sent back to Greece, because of the Dublin agreement. In Greece we did not get anything – we have not been treated like humans. Because of the unacceptable situation in Greece I sent my sister back to Syria to my mother. After some time, I got a permit to stay in Greece for six months. I tried to find work so me and my brother would survive. When I went to extend my permit they told me I had to leave the country within 30 days, because I did not have any papers in Greece. That is when I decided to go to Canada, because it is not a Schengen-country and the possibility that I could stay and live there were higher than in Europe. My plan was to go through Iceland, but here they stopped me and I had to apply for asylum, so I would not be sent back to Greece. I have been here for 7 months now, not knowing what is going to happen. Last Thursday the police picked me up and put me in jail, where I was told, that I was going to be deported to Greece on Friday. I had to sign a paper which was written entirely in Icelandic. I was told, that I can appeal to this decision within 15 days, but I would have to do this from Greece, which would be impossible and hopeless. Luckily the deportation was stopped. Now I am here and I do not know what is going to happen. I do not want to go back to my country and I ask of everybody who believes in humanity to help me to stay here. What you just read is only a small part of my story. What I am asking for, is just a simple life in peace and without the fear of being sent back.

  the beast for all…

  NouR AL-Din AL-azzawi